miðvikudagur, 9. júlí 2014

Draumurinn



Núna í kvöld var ég að vafra um á fasteignavefnum,
einsog ég og geri ansi oft...

þá rakst ég á þetta "fallega" gamla sumarhús.
Það var notað í kvikmyndatökur og er staðsett á Reyðarfirði.
Ég sé alveg fyrir mér möguleikana , væri bara algjör draumur að gera það upp.
það er ekki mjög stórt að vísu...
En það er hægt að gera lítil rými ansi hugguleg.


Hér eru myndir ..








Sjáið þið líka möguleikana..


Ég sé fyrir mér svolítið hráan en hlýlegan stíl.
Kósý teppi, Einfaldar innréttingar og frekar grófar.
Myndi líka leyfa viðnum að njóta sín svolítið.

hér eru nokkrar myndir sem veittu mér innblástur..








mánudagur, 7. júlí 2014

Pop of green


Smá litur lífgar uppá öll heimili...
en oft getur verið erfitt að finna lit sem fellur í kramið.

Grænn er litur náttúrunnar, hann táknar einnig sjálfsvirðingu, velferð, og jafnvægi.
Ef þú veist ekki hvaða lit þú átt að nota á heimilinu notaðu þá grænan, þú getur ekki klikkað með græna litinn...


Ef þúátt gamlan skáp sem þig langar að lífga uppá, þá er tilvalið að gera tilraun með grænni málningu.
Fyrir matta gamaldags áferð, þá mæli ég með að nota kalkmálningu. Það er gott að vinna með hana og áferðin er mjög flott.


Ef að þú vilt ekki vera mjög bold og mála húsgögnin í grænu, þá er tilvalið að kíkja við í blómabúð og fá sér nokkrar grænar plöntur og kaupa einnig nokkra græna púða.  það þarf ekki að vera mjög kostnðarsamt að bæta smá lit inná heimilið.


Græni liturin er mjög róandi og gott að hafa hann í svefnherberginu, einnig er gott að hafa hann í vinnuherbergi því hann er talinn minnka stress.


Einfalt en sjáið hvað græni liturinn gerir mikið.


Hérna kemur hann einstaklega vel út, búið að teppaleggja tröppurnar.


Hlutlausir og fallegir litir á húsgögnum og veggjum.
kremað,grábrúnt,gyllt og grænar gardínur.
þessi litasamsetning er einstaklega smart.

Þessar gömlu kommóður hef ég séð mikið í góða hirðinum og fleiri nytjamörkuðum.
Oft eru þær orðnar ansi lúnar, því er tilvalið að prófa sig áfram með græna litinn á þeim.
mér finnst þessi svakalega flott.


Bjart og fallegt eldhús með smá pop of green.
já það þarf lítið til, ljósið er mjög smart, og passar vel í rýmið.


Falleg litasamsetning...


Ef að þú vilt vera svolítið öðruvísi, þá er um að gera að fá sér grænt eldhúsborð.


Já eða græna stóla....




Græni liturinn er afskaplega fallegur og kemur í mismunandi tónum.
Ert þú með grænan lit á þínu heimili?
ég vil endilega heyra frá þér...








Ferskur sumardrykkur



Loksins skín smá sól á okkur íslendinga í dag, er þá ekki tilvalið að búa sér til mjög einfaldan svalandi drykk..   mér finnast ferskjur svo hrikalega góðar... og ákvað ég að kaupa nokkrar í Víði um daginn.
En þessr sem ég keypti heita flatar ferskjur og eru rosalega mjúkar og bragðgóðar.
Þær eru líka aðeins sætari á bragðið en venjulegar ferskjur.


í þennan svalandi sumardrykk sem er mjög auðvelt að útbúa þarf :

fyrir einn

eina ferskju
þrjú meðalstór jarðaber
klaka
sódavatn


setjið ferskjuna og jarðaberin í blandara eða maukið saman með töfrasprota.
Setjið í stórt glas með fullt af klaka og hellið sódavatni útí....
Síðan er alltaf hægt að bæta smá sykri útí fyrir þá sem vilja hafa drykkinn sætari, eða nota smá hunang og sítrónu til að bragðbæta....
um að gera að leyfa hugmyndafluginu að ráða.

Mér finnst hann góður svona einfaldur því þá fær bragðið af ferskjunum að njóta sín.




Síðan er bara um að gera að nota fallegt glas, rör og smá skraut...
skella sér svo út í sólina.

Vonum að sólin láti nú sja sig meira það sem eftir er af sumrinu...
Eigið góðan dag.

laugardagur, 5. júlí 2014

Lítil "hús" fyrir litlu krílin



Hver kannast ekki við að hafa búið sér til "hús" þegar maður var lítið kríli ...
það var svo gaman að fela sig þar, vilja sofa þar og leika sér.
En alltaf leiðinlegt þegar það var tekið niður.

Afhvejru ekki bara að útbúa eitt slíkt fyrir börnin ykkar og hafa það alltaf uppi.
hægt er að gera margar mismunandi útfærslur af þeim...  mér finnst svona tjöld lang fallegust.


Svo er líka hægt að skreyta þau og nota mismunadi efnisbúta sem tóna vel saman...
hægt er að gera þau stærri, svo að foreldrarnir geta líka kúrt með krílunum sínum og leikið.

Skoðum fleiri falleg "hús"




Það þarf ekki að vera erfitt að útbúa eitt svona sætt tjald...
allt sem til þarf er fallegt efni, dýna, púðar og kósý teppi.. bangsar og kósý ljós...
góð bók og pabba eða mömmu til að lesa.






Yndislegt aloea vera lavender líkamskrem


í dag ætla ég að sýna ykkur gott heimatilbúið líkamskrem.
Öll heimili þurfa að eiga gott krem sem allir á heimilinu geta notað.
í kreminu er notuð Aloea vera jurtin sem er einstkalega græðandi og góð fyrir allar húðtegurndir, hún er einnig einstaklega góð við sólbruna....  
ekki það að þörf sé á því hjá okkur íslendingum, nema þið séuð stödd á sólarströnd :)


En engu að síður langar mig að deila þessu dásamlega kremi með ykkur.
því jú alltaf gott að eiga gott krem, hvað þá ef það er ferskt og nýtt og ilmar unaðslega :)

það sem þið þurfið er

3 matskeiðar af ykkar eigin líkamskremi
3 matskeiðar shea butter 
2 matskeiðar aloea vera gel eða úr plöntunni
4 teskeiðar ólífu olía
1 lavender blóm (gott að láta þau liggja aðeins í kókosolíu)





Blandið öllu vel saman í fallega krukku...




Setjið lokið á og geymið í kæli..
kremið gæti líka verið falleg vinkonugjöf.
Skellið bara borða og smá skrauti á krukkuna :)

Njótið ...