miðvikudagur, 27. ágúst 2014

Flottir pottar



Vá hvað ég elska svona gamaldags fallega potta og pönnur.
Var að taka eftir þessum nýju pottum frá ikea, þvílíkt fallegir og auðvitað uppseldir.
Ætli það verði ekki skemmtilegra að elda þegar maður á svona fallegt pottasett.

hér eru pottarnir frá ikea... fagurgrænir.




yndislegir..







svart og hvítt er alltaf klassískt, þessir fást í hrím eldhús laugavegi.

Gulur, grænn og blár...  einstaklega smart.

föstudagur, 15. ágúst 2014

Drauma svefnherbergið


Mér finnst fátt eins skemmtilegt og að láta mig dreyma um að innrétta og skreyta.
Maður reynir nú að gera fínt hérna í litlu íbúðinni en stundum langar mig bara í meira pláss til að geta gert huggulegra í kringum mig.

Svo er alltaf svo gaman að sjá hvernig smekkurinn breytist með árunum, og hvernig hann þróast eftir því sem ég skoða og fæ fleiri hugmyndir...

í dag langar mig að sýna ykkur drauma svefnherbergið. 
En fyrir það fékk ég innblástur frá náttúru og ströndinni, blái og brúni liturinn, léttleiki og kyrrðin,
Eru hlutir sem einkenna drauma svefnherbergið.


Kíkjum nánar á það...

Fallegt rúm með ljósu sængurveri og kósý teppi, stórir púðar en myndi eflaust velja bláan og hvítan með. já ég er farin að heilast af bláum lit fyrir heimilið.
Algjört möst að hafa einhverskonar himnasæng yfir rúminu, finnst stemmingin verða svo rómantísk.


Grófur bekkur við svefnherbergisgluggann eða          Náttúrulegt efni, einsog þessir flotu kertastjakar.
endann á rúminu.

 Æðislegar gardínur frá indiska litirnir alveg að mínu skaði og munstrið svo flott.


 inspiration fyrir draumasvefnherbergið mitt kom frá ströndinni...
litirnir, kyrrðin og fegurðin.
Síðan getur verið flott að prenta myndina út og setja í ramma.
+



 Grófar mottur á ljóst gólfið.                                      Myndi velja gráa kalkmálningu á vegginn.
                                                                       


mánudagur, 11. ágúst 2014

Fegrum heimilið



í fyrri pistli talaði ég um græna litinn og hversu fallegt er að nota hann á heimilinu, bara ein kommóða í fallega grænum tón eða gardínur, það er ótrúlegt hvað hin minnstu smáatriði á heimilinu gera mikið.
Ég heillast mikið af frekar hráum stíl en í bland við hlýleika, perfect balance.

Líka það að blanda saman minsmunandi hlutum t.d shabby chic hvítu með hráu og kuldalegu.
fallegir hlýlegir púðar og teppi á svarta stílhreina sófann.
Síðan er alltaf gott að bæta smá lit í herbergið líka.

Undanfarið hef ég orðið fyrir svolitum marokóskum áhrifum, 
skoðum nokkrar myndir...


Smart luktir í mildum litum...  svipaðar sá ég í indisku um daginn.


Þessar sá ég líka, bara í mismunandi útfærslum.
Einstaklega smart og gerir mikið fyrir lítið rými.

Svo einfalt...

Skemmtileg stemming hérna, hefði mátt vera fallegur sófi og smá litur... en gólfið og stemmingin er skemmtileg.

æðislegt borð hef séð það í dökkbrúnu með gylltum bakka... en þetta er gordjöss.
Smá málning getur gert kraftaverk.







Ég er hrifnust af marrokóskum stíl í hvítu og silfur en teppi, handklæði og flísar í lit með hvítu er falleg samsetning.


Flottar bláar og hvítar flísar sem er hægt að nota í hvaða rými sem er..
hef séð þær á baðherbergis veggnum fyrir ofan vaskinn t.d


Langar svaðalega í svona gólf...


mjög töff..


Eins og þið sjáið þá er hægt að leika sér svolítið með ákveðið þema...
blanda saman mismunandi stílum og gera herbergið að þínu...
Það þarf ekki allt að vera í shabby chic hvítu, eða allt modern og hrátt...


Þangað til næst...