þriðjudagur, 11. ágúst 2015

Óskalisti íslensk heimili


Íslensk heimili er ávalt með puttann á púlsinum hvað varðar hönnun og fegrun heimilisins.
Ég hef tekið saman óskalista og mun segja ykkur frá því hvar þið finnið þessar vörur.


Kertaglösin frá Tine k eru svo falleg, þau koma í mismunandi litum en mér þykir þó glæri, ljóslillaði og þessi nýjasti sem er dökkvínrauður afar fallegur og haustlegur.

Þau fást hjá Magnoliu Skólavörðustíg og kosta um 3500 kr
En einnig er Tine k home með netverslun.


Hér sjáið þið dökkgræn með speglagleri innaní.


Númer tvö á óskalistanum eru þessir speglar úr nýju línunni frá Tine K og verða þeir væntanlegir með haustinu, þarna sjáið þið glitta í fíkjutré sem er mikið trend í plöntum í dag, og var eg svo heppin að fá eitt slíkt hjá henni Vilborgu hjá Tré og runnar. En hún heldur úti facebook síðu og selur allskyns plöntur.



Pottarnir frá Tine k eru einfaldir og tímalausir og detta aldrei úr tísku. Já það er sko margt fallegt frá henni Tine k og mæli ég með því að kíkja við ef þú átt leið erlendis, eða þá til Magnoliu á Skóalvörðustíg. 



Það er alltaf eitthvað blóm sem manni langar í og hefur plöntuáhuginn aukist með aldrinum.
En núna er nýjasta nýtt planta sem kallast krækla (var mér sagt..) En það er svona fallega ljótt, því það lítur út fyrir að vera hálfdautt. En ég sé fegurðina í því og væri gaman ef einhver veit hvaða blómaverslun á landinu selur eitt slíkt. En 4 árstíðir er að vinna í að flytja það inn og ætti það að vera til hjá þeim með haustinu.


Enn eitt á óskalistanum er auðvitað frá Tine k ég fæ bara ekki nóg af hennar hönnun. Þessar rómantísku lampa og loftskermar í mjúkum litum eru svo fallegir, fást auðvitað á þessum tvem stöðum sem ég nefndi hér á undan en ég er ekki alveg með verðið á hreinu.

Love warriors er með töff vörur sumt dýrara en annað.
Hér eru þessir fallegu bréfpokar sem má nota undir hvað sem er, dósir, póstinn, þvottinn, já eða blóm.

Þeir fást hjá Aff concept á langholtsvegi og eru þau með facebook síðu.
pokarnir kosta 2.990 kr 



 Það koma mjög fallegar myndir frá love warriors og verðið er frekar hátt á stærri myndunum en einnig er hægt að fá minni og dagatöl. Mæli með að þið kíkið á það.
Bakvið myndirnar er falleg saga sem sýnir okkur að í hverjum og einum býr warrior...  fallegur boðskapur.
Það væri ekki slæmt að eiga svona fallega mynd.


Ég gæti eflaust talið upp marga hluti sem hugurinn girnist en læt þetta duga í bíli.
Kem með annan innan skamms.

Þangað til næst.

sunnudagur, 9. ágúst 2015

Sunnudags innblástur


íslensk heimili hefur ekki verið sérlega duglegt að blogga undanfarið, það er kannski skiljanlegt svona yfir sumartímann. Fólk er yfirleitt í sumarfríum og liggur kannski ekki mikið yfir netinu.
En þegar sumarið er að fara að taka enda haustgolan tekur við og hægt verður að kveikja á kertum heima við og hrjúfra sig undir teppi þá er bara um að gera að lesa gott blogg og fá innblástur fyrir heimilið.

Ég týndi saman nokkrar fallegar myndir af netinu og eru þær af instagram síðum frá asafoton og mariasvitabo.

Lítum á nokkrar myndir...


Grái liturinn er að heilla íslensk heimili voðalega mikið þessa dagana, og þessi matti fallegi grái litur á stólnum er alveg himneskur. hægt er að nota hann undir tímarit, fallegt blóm og kertaljós við hlið rúmsins eða í tómlegu horni á ganginum. Svona stóla er oft að finna á nytjamörkuðum og minnsta málið að spreyja einn slíkan.

 Litirnir í þessu rými kölluðu til mín. Blanda af brúnum, svörtum, hvítum og bláum. Það er oft mjög gott að nota andstæður í rými til að skapa dýpt og gefa því karakter. Einnig er flott að nota mismunandi efni einsog málm, við, plönur og textíl til að fá jafnvægi.

 Rifblaðka eða monstera plantan er voða mikið tískutrend þessa dagana og margar konur sem leita af henni í öllum helstu blómabúðum landsins. Hún er mjög falleg á gólfi í bastkörfu, stundum er gott að hugsa út fyrir rammann, það þarf ekki alltaf að nota hefðbundna blómapotta.

 Fyrr í sumar var ég stödd í Danmörku og rakst á svona súkkulaðiblóm, ilmurinn er dásamlegur og blómin eru brún og stór. Gráir stórir pottar heilla mikið og skemmtilegt að hafa lítið blóm í stórum potti.

Þessi mynd er frá asafoton, sem á afar fallegt heimili. Spegillinn er bara smart og kemur vel út á gólfinu, bastkarfan undir púða og teppi er góð lausn því oft vill það lenda á gólfinu þegar það er ekki í notkun. Lampinn er frá Tine k og svo gera plöntur í töff pottum alltaf punktinn yfir i-ið, og ef þið eruð að spá hvaðan myndin ofaná borðinu er þá er hún frá love warrior.

 hvít gólf, svört antik kamína, smart veggur og sítrónutré.... hvað er ekki að elska hér. þessi mynd er yndisleg.



       Ég vona að þið hafið fengið nógan innblástur af þessum dásamlegu myndum frá hæfileikaríkum konum á instagram. Njótið þessa sunnudagskvölds og sjáumst síðar.