laugardagur, 25. október 2014

Yndislegur epladesert með lakkrís



Fann þennan yndislega epladesert með lakkrís fyrir fáeinum dögum.
þessi er alveg tilvalin í matarboðið, en þessi uppskrift er fyrir fjóra.
Held bara að þessi eigi eftir að slá í gegn....
Verði ykkur að góðu!



Uppskrift fyrir fjóra


 Lakkrís marengs stangir (sirka 35 stykki )
 40 g eggjahvíta
 85 g flórsykur
Johan Bülow Raw Liquorice Powder (fæst í Epal)

Lakkrískrem
150 g mascarpone
30 g Flórsykur
1-1,5 matsk Johan Bülow Salty Liquorice Syrup (fæst í epal)
2,5 dl rjómi

Eplablandan
600 g epli
2 matsk. vatn


Aðferð

Lakkrís stangirnar

Eggjahvíturnar hrærðar þangað til stífar, Flórsykrinum síðan bætt smátt og smátt útí. Hrærið í u.þ.b 5 min. Setjið marengsinn í sprautupoka með 6 mm mjóum stút.  og sprautið á bökunarplötu í 14 cm lengjur, stráið síðan lakkrís powder yfir. Bakið við 90 gráður í klukkutíma á neðstu hillunni, þegar þær eru tilbúnar látið þá kólna á bökunarplötunni. Geymið þær í góðu boxi.

Eplablandan

Skrælið eplin og skerið í litla teninga, skelli þeim á pönnu og bætið vatninu við.
Látið malla í 15 min við meðalháan hita. blandan á ekki að vera alveg silkimjúk, heldur með smá bitum...

lakkrískremið

Þeytið mascarpone, flórsykri og lakkrís sírópinu saman. því næst þeytið rjómann, hellið honum síðan við mascarpone blönduna, og hrærið létt.


Berið desertinn fram í háum glösum, hellið smá eplablöndu í glasið, því næst lakkrískreminu, aftur eplablöndu og ljúkið með öðru lagi af lakkrískremi.
Myljið nokkrar lakkrísstangir og stráið ofaná ...
og bætið nokkrum heilum lakkrís stöngum í glasið.

Þá er kominn yndislegur epladesert með lakkrís.
Algjört nammi....












mánudagur, 20. október 2014

Sjúklega góður kjúklingaréttur



Hver kannast ekki við það að spá í því hvað á að hafa í kvöldmatinn...
þessi spurning kemur svo oft fyrir, og maður lendir oftast í að hafa sama matinn aftur og aftur..
það er svo sniðugt að leita af uppskriftum á netinu, það eru jú mörg matarblogg í gangi,
 bæði erlendar og íslenskar síður.


 gott er að plana sirka viku fram í tímann hvað á að elda, ekki allir sem nenna því en afskaplega sniðug og þægileg lausn.
Þá losnaru a.m.k við þessa mest þreytandi spurningu, hvað er í matinn?

Ég reyni oft að hafa eitthvað létt einn daginn og svo meiri mat hinn daginn, eða eitthvað sem krefst meiri eldamennsku, síðan er gott að skipta hráefninu svolítið upp..
svo við fáum ekki fljótt leið.

Í dag ætla ég að deila með ykkur Sjúklega góðum kjúklingarétt sem ég prófaði um daginn, bragðið kom mér virkilega á óvart.

Ef þú elskar pasta og ítalskan mat þá er þessi uppskrift fyrir þig!

fyrir 4-6 manns



Innihald

3 stór hvítlauksrif
litla krukku af sólþurrkuðum tómötum
Nokkra sveppi (eftir smekk)
 2 kjúklingabringur 
salt
smá papriku krydd
1 bolla matreiðslurjóma
1 bolla mozarellaost (1 pakki)
góð lúka af pasta gott að nota tagliatelle eða penne pasta
1 matskeið þurrkað basil, einnig gott að nota ferskt.
rauður pipar
smá soðið vatn af pastanu.


Aðferð

Byrjið á að taka 2 matskeiðar af olíu úr krukkunni af Sólþurrkuðu tómötunum
 og hellið á pönnuna.
Takið þrjú hvítlauksrif,saxið og skellið á pönnuna.
að lokum veiðið tómatan uppúr krukkunni, gott að taka sem mesta olíu af þeim og steikið með hvítlauknum í u.þ.b 2 min, eða þar til hvítlaukurinn er farinn að ilma.

Takið tómatana af pönnunni og setjið kjúklinginn á, gott er að skera hann í bita fyrst.
Kryddið með salti og örlitlu paprikukryddi.
Steikið kjúklinginn vel á báðum hliðum.

Því næst er gott að byrja að sjóða pastað.
Þegar pastað er tilbúið, takið smá vatn frá í skál, og látið síðan kalt vatn renna á pastað.

Næst saxið sólþurrkuðu tómatan í bita, sveppina og mozarella ostinn.
setjið allt á pönnuna með kjúklingnum, hellið síðan matreiðslurjómanum yfir og látið malla.
Ef sósan er of þykk hellið þá smá vatni frá pastanu á pönnuna.
Síðan er bara að krydda eftir smekk, gott er að nota matskeið af þurrkuðu basil, en örlítið meira af því ef það er ferskt.
Setjið örlítið meira salt og rauðan pipar(ég notaði five pepper blend)

Látið malla í örlitla stund, til að kryddin fái að blandast vel saman.
Gott er að hafa baguette brauð með, og parmesan ost.

Þessi réttur er fljótlegur, mjög saðsamur og ljúffengur á bragðið.

Verði ykkur að góðu!






miðvikudagur, 8. október 2014

Heimilið og slökun


Það kemur oft sá tími í líf okkar að við höfum alveg ofbðslega mikið fyrir stafni, ætlum okkur svo mikið og erum á þeyting út og suður að sinna öllum nema okkur sjálfum.
Það er svo mikilvægt að geta sest niður í ró og næði í þægilegu umhverfi og tæmt hugann.
Það er ekki alltaf sem að við viljum endilega fara á líkamsræktarstöðvarnar eða þar sem mikið af fólki er, oft er gott að vera ein með sjálfum okkur án áreitis frá umhverfinu.

Það er hægt að útbúa lítið horn eða herbergi heima við, þar sem er eingöngu ætlað til slökunar og hugleiðslu, þeir sem hafa gaman af yoga þá er alveg tilvalið að hafa yoga dýnuna á staðnum.

En hvað þarf að huga að þegar slökunar aðstöðunni er komið upp.
Við skulum skoða nokkur góð ráð.


Gott er að hafa eitthvað til staðar fyrir skynfærin 5 
lykt, sjón, bragð, hljóð, snerting og eitthvað frá náttúrunni.

fyrir lyktarskynið myndi ég velja lavender ilmkerti frá loccitane, en sandalwood og jasmine hefur líka róandi áhrif.

Fyrir sjón þá er tilvalið að hafa búdda styttu eða mynd af lótus blómi í herberginu.

fyrir bragð þá velja margir gott te.

Fyrir hljóð er gott að finna róandi tónlist, hana er hægt að finna meðal annars á youtube, slærð einfaldlega inn meditation music, eða róandi tónlist að eigin vali.

Fyrir snertingu, þá velja margir að hafa hálsmen sem mikið er notað við hugleiðslu...
en þau kallast mala beads.
Hér er að finna meira um þau:
http://www.shareyoga.com/meditation/mala-beads-meanings-significance-and-uses/

Gott er að hafa eitthvað tengt náttúrunni inni, t.d fallega grein, blóm eða eitthvað álíka.


Svo skiptir öllu máli að skapa sér umhverfi sem þér líður vel í.
Persónulega myndi ég velja ljósa fallega liti, nokkra púða 
og síðan finnst mér svona himnasæng alveg dásamleg.



Hægt er að hafa þægilegt sæti með mjúkum pullum, eða bara sitja á góðri dýnu,
njóta þess að slaka á láta þreytuna líða úr þér og tæma hugann.

Hver og einn getur fundið sýna aðferð við slökunina, til eru ýmsar ráðleggingar á netinu í bókum og einnig eru til góðir slökunardiskar sem fást meðal annars í betra líf á 3. hæð kringlunnar.

Slökum á og njótum lífsins.


sunnudagur, 5. október 2014

Innlit í sjarmerandi íbúð


íslensk heimili ákvað að kíkja á eina voða smart íbúð.
Hún er ekki hérna á íslandi en smekkurinn hjá eigendunum er dásamlegur.

Mjúkir litir, viðargólf og skemmtilega stíliserað.
Finnst ykkur ekki?


 Gólffjalirnar eru algjör draumur, og ekki verra ef það brakar smá í þeim.

 Svona lítið tréborð var líka í svefnherberginu, það kemur að margskyns notum.
Gólfflísarnar og baðkarið er líka einstaklega smart.

 Nátturulegt þema með smá pop of color er alveg málið.
Takið eftir myndunum við vegginn, hver segir að þær þurfa að hanga uppá vegg..
Flott að velja bara sína uppáhaldsliti og skella þeim á plötur eða striga.

Svolítið hrátt eldhús er mikið "inn" í dag...


Flottur eldhúskrókur...


Hrátt og smart



íslensk heimili er að koma með fallega trjádrumba í sölu.
Um helgina var sagað í sundur og börkurinn tekinn af ..
heljarinnar vinna og gaman verður að sjá útkomuna.

Það er hægt að leika sér mikið með þessa drumba, hef meðal annars séð þá
málaða í svörtu og hvítu...  einnig borið á þá bæs.
Möguleikarnir eru svo miklir, og útkoman alltaf smart.

hér sjáið þið mynd af einum sem var verið að vinna að í dag.


í lokin verður hann síðan pússaður.

Þeir sem hafa áhuga á að panta geta haft samband í skilaboðum á fb síðunni íslensk heimili.
Fullt af spennandi verkefnum framundan.. 

kíkjum á fleiri drumba til skemmtunar.