laugardagur, 5. júlí 2014

Lítil "hús" fyrir litlu krílin



Hver kannast ekki við að hafa búið sér til "hús" þegar maður var lítið kríli ...
það var svo gaman að fela sig þar, vilja sofa þar og leika sér.
En alltaf leiðinlegt þegar það var tekið niður.

Afhvejru ekki bara að útbúa eitt slíkt fyrir börnin ykkar og hafa það alltaf uppi.
hægt er að gera margar mismunandi útfærslur af þeim...  mér finnst svona tjöld lang fallegust.


Svo er líka hægt að skreyta þau og nota mismunadi efnisbúta sem tóna vel saman...
hægt er að gera þau stærri, svo að foreldrarnir geta líka kúrt með krílunum sínum og leikið.

Skoðum fleiri falleg "hús"




Það þarf ekki að vera erfitt að útbúa eitt svona sætt tjald...
allt sem til þarf er fallegt efni, dýna, púðar og kósý teppi.. bangsar og kósý ljós...
góð bók og pabba eða mömmu til að lesa.






Engin ummæli: