mánudagur, 7. júlí 2014

Ferskur sumardrykkur



Loksins skín smá sól á okkur íslendinga í dag, er þá ekki tilvalið að búa sér til mjög einfaldan svalandi drykk..   mér finnast ferskjur svo hrikalega góðar... og ákvað ég að kaupa nokkrar í Víði um daginn.
En þessr sem ég keypti heita flatar ferskjur og eru rosalega mjúkar og bragðgóðar.
Þær eru líka aðeins sætari á bragðið en venjulegar ferskjur.


í þennan svalandi sumardrykk sem er mjög auðvelt að útbúa þarf :

fyrir einn

eina ferskju
þrjú meðalstór jarðaber
klaka
sódavatn


setjið ferskjuna og jarðaberin í blandara eða maukið saman með töfrasprota.
Setjið í stórt glas með fullt af klaka og hellið sódavatni útí....
Síðan er alltaf hægt að bæta smá sykri útí fyrir þá sem vilja hafa drykkinn sætari, eða nota smá hunang og sítrónu til að bragðbæta....
um að gera að leyfa hugmyndafluginu að ráða.

Mér finnst hann góður svona einfaldur því þá fær bragðið af ferskjunum að njóta sín.




Síðan er bara um að gera að nota fallegt glas, rör og smá skraut...
skella sér svo út í sólina.

Vonum að sólin láti nú sja sig meira það sem eftir er af sumrinu...
Eigið góðan dag.

Engin ummæli: