fimmtudagur, 19. mars 2015

Fljótlegur og gómsætur pastaréttur


íslensk heimili er mjög hrifið af uppskriftum sem taka ekki of langan tíma að útbúa...
Eftir smá tilraunastarfsemi í eldhúsinu þá varð úr þessi gómsæti pastaréttur, sem hver og einn getur útbúið.

Það sem þarf er:  

2 bollar spelt pasta
grænt pestó
konfekt tómatar
paprika
gúrka
spínat og/eða blandað salat
furuhnetur
parmesan
hvítlauksolía
five pepper blend


Aðferð:          

Byrjið á því að sjóða pastað, þegar pastað er tilbúið þá er það sett í skál, 2-3 matskeiðar af grænu petói hrært saman við, sletta af hvítlauksolíu og piprað með five pepper blend eftir smekk.
Því næst er pastanu skellt inn í ísskáp og kælt.
Meðan pastað er að kólna, þá er gott að rista furuhneturnar á pönnu, þar til þær verða gylltar.
Ég notaði næstum hálfan poka, því þær eru svo góðar.
Hálf stór rauð paprika er skorin í bita, ásamt gúrku og konfekttómötunum. Þegar pastað er orðið vel kælt, þá er öllu grænmetinu og furuhnetunum bætt við og að lokum spínati og/eða káli og öllu hrært vel saman. Gott er að bæta smá parmesan yfir þegar pastað er komið á disk, og aðeins meira pestó.

Þeir sem kjósa að fá sér brauð með þá er gott að taka heilsusamlegt brauð, smyrja með smá rjómaost, hvítlaukssalt og ost og skella í grill.

Verði ykkur að góðu!