þriðjudagur, 11. ágúst 2015

Óskalisti íslensk heimili


Íslensk heimili er ávalt með puttann á púlsinum hvað varðar hönnun og fegrun heimilisins.
Ég hef tekið saman óskalista og mun segja ykkur frá því hvar þið finnið þessar vörur.


Kertaglösin frá Tine k eru svo falleg, þau koma í mismunandi litum en mér þykir þó glæri, ljóslillaði og þessi nýjasti sem er dökkvínrauður afar fallegur og haustlegur.

Þau fást hjá Magnoliu Skólavörðustíg og kosta um 3500 kr
En einnig er Tine k home með netverslun.


Hér sjáið þið dökkgræn með speglagleri innaní.


Númer tvö á óskalistanum eru þessir speglar úr nýju línunni frá Tine K og verða þeir væntanlegir með haustinu, þarna sjáið þið glitta í fíkjutré sem er mikið trend í plöntum í dag, og var eg svo heppin að fá eitt slíkt hjá henni Vilborgu hjá Tré og runnar. En hún heldur úti facebook síðu og selur allskyns plöntur.



Pottarnir frá Tine k eru einfaldir og tímalausir og detta aldrei úr tísku. Já það er sko margt fallegt frá henni Tine k og mæli ég með því að kíkja við ef þú átt leið erlendis, eða þá til Magnoliu á Skóalvörðustíg. 



Það er alltaf eitthvað blóm sem manni langar í og hefur plöntuáhuginn aukist með aldrinum.
En núna er nýjasta nýtt planta sem kallast krækla (var mér sagt..) En það er svona fallega ljótt, því það lítur út fyrir að vera hálfdautt. En ég sé fegurðina í því og væri gaman ef einhver veit hvaða blómaverslun á landinu selur eitt slíkt. En 4 árstíðir er að vinna í að flytja það inn og ætti það að vera til hjá þeim með haustinu.


Enn eitt á óskalistanum er auðvitað frá Tine k ég fæ bara ekki nóg af hennar hönnun. Þessar rómantísku lampa og loftskermar í mjúkum litum eru svo fallegir, fást auðvitað á þessum tvem stöðum sem ég nefndi hér á undan en ég er ekki alveg með verðið á hreinu.

Love warriors er með töff vörur sumt dýrara en annað.
Hér eru þessir fallegu bréfpokar sem má nota undir hvað sem er, dósir, póstinn, þvottinn, já eða blóm.

Þeir fást hjá Aff concept á langholtsvegi og eru þau með facebook síðu.
pokarnir kosta 2.990 kr 



 Það koma mjög fallegar myndir frá love warriors og verðið er frekar hátt á stærri myndunum en einnig er hægt að fá minni og dagatöl. Mæli með að þið kíkið á það.
Bakvið myndirnar er falleg saga sem sýnir okkur að í hverjum og einum býr warrior...  fallegur boðskapur.
Það væri ekki slæmt að eiga svona fallega mynd.


Ég gæti eflaust talið upp marga hluti sem hugurinn girnist en læt þetta duga í bíli.
Kem með annan innan skamms.

Þangað til næst.

sunnudagur, 9. ágúst 2015

Sunnudags innblástur


íslensk heimili hefur ekki verið sérlega duglegt að blogga undanfarið, það er kannski skiljanlegt svona yfir sumartímann. Fólk er yfirleitt í sumarfríum og liggur kannski ekki mikið yfir netinu.
En þegar sumarið er að fara að taka enda haustgolan tekur við og hægt verður að kveikja á kertum heima við og hrjúfra sig undir teppi þá er bara um að gera að lesa gott blogg og fá innblástur fyrir heimilið.

Ég týndi saman nokkrar fallegar myndir af netinu og eru þær af instagram síðum frá asafoton og mariasvitabo.

Lítum á nokkrar myndir...


Grái liturinn er að heilla íslensk heimili voðalega mikið þessa dagana, og þessi matti fallegi grái litur á stólnum er alveg himneskur. hægt er að nota hann undir tímarit, fallegt blóm og kertaljós við hlið rúmsins eða í tómlegu horni á ganginum. Svona stóla er oft að finna á nytjamörkuðum og minnsta málið að spreyja einn slíkan.

 Litirnir í þessu rými kölluðu til mín. Blanda af brúnum, svörtum, hvítum og bláum. Það er oft mjög gott að nota andstæður í rými til að skapa dýpt og gefa því karakter. Einnig er flott að nota mismunandi efni einsog málm, við, plönur og textíl til að fá jafnvægi.

 Rifblaðka eða monstera plantan er voða mikið tískutrend þessa dagana og margar konur sem leita af henni í öllum helstu blómabúðum landsins. Hún er mjög falleg á gólfi í bastkörfu, stundum er gott að hugsa út fyrir rammann, það þarf ekki alltaf að nota hefðbundna blómapotta.

 Fyrr í sumar var ég stödd í Danmörku og rakst á svona súkkulaðiblóm, ilmurinn er dásamlegur og blómin eru brún og stór. Gráir stórir pottar heilla mikið og skemmtilegt að hafa lítið blóm í stórum potti.

Þessi mynd er frá asafoton, sem á afar fallegt heimili. Spegillinn er bara smart og kemur vel út á gólfinu, bastkarfan undir púða og teppi er góð lausn því oft vill það lenda á gólfinu þegar það er ekki í notkun. Lampinn er frá Tine k og svo gera plöntur í töff pottum alltaf punktinn yfir i-ið, og ef þið eruð að spá hvaðan myndin ofaná borðinu er þá er hún frá love warrior.

 hvít gólf, svört antik kamína, smart veggur og sítrónutré.... hvað er ekki að elska hér. þessi mynd er yndisleg.



       Ég vona að þið hafið fengið nógan innblástur af þessum dásamlegu myndum frá hæfileikaríkum konum á instagram. Njótið þessa sunnudagskvölds og sjáumst síðar.




miðvikudagur, 20. maí 2015

Hrátt og töff baðherbergi

Þegar baðherbergið er innréttað þá finnst mér langfallegast að hafa það frekar hlutlaust, þ.e.a.s ekki ofgera hlutunum. Náttúrulegir fallegir hlutir, kertaljós og ein planta setja punktinn yfir i-ið. Gott er að halda skrautmunum í hinum ýmsu litum í lágmarki (helst sleppa þeim), það getur truflað augað þegar komið er inn á baðherbergið. Við viljum getað slakað á í baðkarinu í þægilegu umhverfi ekki satt?

Það sem er best að einblína vel á er gólfefni, innréttingar og litaval. Hverskonar stíll er það sem þú fílar? Persónulega finnst mér frekar hrátt og töff baðherbergi aðalmálið í dag, steypa, hrár viður og einfaldleiki. En auðvitað verður að toppa baðherbergið með smá hlýleika sem er einfalt að ná fram með plöntu, kertum og fleiri hlutum.
En við skulum líta á nokkrar fallegar myndir til að fá innblástur.
Steypa kringum baðkarið og hrár viðurinn spilar vel saman.


Einfalt og smart...


Náttúruleg efni einsog bastkörfur, fallegt handklæði og greinar úr náttúrunni í vasa...
setja punktinn yfir i-ið


Það er mikið úrval til af fallegum flísum. Þessar gráu eru mjög smart.
og sjáið þið litla borðið sem er fest á vegginn, ekki mikið mál að útbúa.


Einfalt en hlýlegt, hér sjáið þið vel hvað val á gólfefni og veggjum skipta miklu máli. 
og hvað grófur viðurinn í rammanum, kollinum og stiganum gera baðherbergið hrátt og töff en jafnframt hlýlegt. Gráir og brúnir tónar eru afar skemmtilegir saman.


Það er afar huggulegt að raða þínum uppáhaldsvörum á fallegan bakka á baðherberginu, og ekki skemmir fyrir ef umbúðirnar eru jafn fallegar og þessar.




Vonandi höfðuð þið gaman af að líta á hugmyndir fyrir baðherbergið og munið að 

less is more...

sunnudagur, 10. maí 2015

Gerðu garðinn eða svalirnar tilbúnar fyrir sumarið


 Það er ýmislegt hægt að gera til að þú getir notið góðra stunda með fjölskyldu og vinum á svölunum/garðinum í sumar. Öllum á eftir að líða svo vel í notalegu umhverfinu.
Fyrst er gott að huga að því hvort bera þurfi á pallinn, eða hvort svalagólfið sé orðið þreytt, þá er hægt að mála það eða kaupa grænt eða grátt gervigras. Það sem þykir samt afar smart er að nota mottur hvort sem er á pallinn eða svalirnar, best er að hafa þær úr plasti því þá er auðveldara að þrífa þær. Hér að neðan má sjá hvernig það kæmi út... svartar og hvítar eru alltaf klassískar, en bláar og hvítar mottur eru líka sérlega smart.

Svart og hvítt kemur alltaf vel út.

Stórt eða smátt munstur...


Því næst er gott að huga að húsgögnunum. Á að kaupa ný húsgögn, fara á nytjamarkaði og lappa uppá þau með spreyji, eða fara allt aðra leið og smíða þau sjálf/sjálfur úr vörubrettum.
Vörubrettin eru að njóta mikilla vinsælla og þar sem nóg er plássið þá geta þau verið góð lausn.
vörubretti er hægt að fá fyrir utan flestar matvöruverslanir, á sorpu og fleiri stöðum og kosta þau ekki neitt, sem er auðvitað stór plús. Síðan má alltaf mála þau í hvaða lit sem er, þó að svart og hvítt sé alltaf klassískt, þá eru margir sem vilja smá meiri lit í lífið.

Síðan er bara að smella pullum og púðum á þetta og hafa það huggulegt, einnig er hægt að fá flott hjól undir í bauhaus og fleiri stöðum.

Hér er búið að mála tvö bretti hvít og skella þeim ofaná hvort annað og setja dekk undir...
þá er komið fínasta borð.

Eitt bretti málað og dekk undir... smá dýna,kósý gæra og flottir púðar..
þarna væri gott að hafa það huggulegt í sólinni með kaffibolla.

Þegar kemur að því að skreyta svalirnar/garðinn þá er um að gera að nota hugmynaflugið.
vera með fallegan gosbrunn, lítið fuglahús, setja niður ilmandi blóm og stór tré.
valið er endalaust, en mundu bara að gera það að þínu og muna hvað það er sem höfðar til þín.


Hér er búið að setja blómaker meðfram svölunum með fjólubláum blómum sem gera svalirnar hlýlegar og flottar. svarti og hvíti liturinn fær líka að njóta sín. og takið eftir ljósbláa stólnum hann gerir mikið...

Luktir, blóm, kerti og það sem þér þykir fallegt ætti að fá að njóta sín í garðinum/svölunum í sumar.

Fallegir púðar og útiljós eru líka alveg málið og finnst mér bara algjört möst..


Njótið sumarsins í garðinum/svölunum með fjölskyldu og vinum og sköpum skemmtilegar minningar saman, tökum upp grillið og njótum.

Gleðilegt sumar.



miðvikudagur, 8. apríl 2015

Heimilið - Fjólublátt og róandi


Það er alltaf gaman að gera heimilið huggulegt. Heimilið er manns griðarstaður og þar á manni að líða vel, getað slakað á með kertaljós, róandi tónlist og svo er alltaf gott að hafa róandi liti í kringum sig...

Mér finnst falegast þegar heimilin eru látlaus en samt með persónulegu touchi einsog t.d stóll sem þú erfðir frá einhverjum fjölskyldumeðlim, hlut sem þú keyptir á ferðalagi og heldur mikið uppá.
hlutir sem vekja upp skemmtilegar minningar og eru þér kærkomnar.
þó að svart og hvítt sé mikið inn í dag þá verðum við að hafa smá lit á heimilinu... hann þarf ekkert endilega að vera í hverju horni á heimilinu en einn og einn púði eða falleg mynd í uppáhaldslitnum okkar getur sko gert ákaflega mikið fyrir rýmið.

Fjólublár hefur fangað athygli mína undanfarið, og sérstaklega í svona musku tónum... svona gráfjólublár. Það er eitthvað við hann sem kallar á mig....
róandi, fagur og svolítið rómantískur. ekki satt?

Við skulum fá smá innblástur 


Fjólublá falleg rúmföt eru afar smart

 Fjólubláir koddar eða afhverju ekki fjólublá motta á gólfi...  hægt er að nota mismunandi tóna af fjólubláum saman... gefur herberginu skemmtilegt look.
blóm í bleikfjólubláum tónum eru mjög falleg, flott að nota kúpul yfir..

Statement piece... einsog í þessu herbergi er fjólublái gamli skápurinn. Skemmtileg hugmynd... og einsog við sjáum þá er rýmið afar látlaust í hvítum tónum, hvít húsgögn og brúnir stólar með hvítum sessum... skápurinn lífgar aldeilis uppá, án þess að vera of mikið.

sjáið hvað einn fjólublár púði og fjólubláa kertaglasið gera ...  ótrúlega fagurt og látlaust, og tónar svo vel með gráum og hvítum.


Fjólublár þarf ekkert að vera mjög dökkur eða æpandi... hann er einnig til í mjúkum róandi tónum sem fara vel í svefnherberginu.

Litasamsetningin hér er æðisleg...  svolítið gróft borð og gæran sem liggur á ljós fjólubláa sófanum gefa skemmtilega stemmingu...  væri notalegt að sitja þarna með kaffibollann.

fallegir flauels stólar...

Afhverju ekki að mála baðherbergið fjólublátt.. kertaljós og huggulegheit.

þessar seríur gefa frá sér fallega birtu.

fimmtudagur, 19. mars 2015

Fljótlegur og gómsætur pastaréttur


íslensk heimili er mjög hrifið af uppskriftum sem taka ekki of langan tíma að útbúa...
Eftir smá tilraunastarfsemi í eldhúsinu þá varð úr þessi gómsæti pastaréttur, sem hver og einn getur útbúið.

Það sem þarf er:  

2 bollar spelt pasta
grænt pestó
konfekt tómatar
paprika
gúrka
spínat og/eða blandað salat
furuhnetur
parmesan
hvítlauksolía
five pepper blend


Aðferð:          

Byrjið á því að sjóða pastað, þegar pastað er tilbúið þá er það sett í skál, 2-3 matskeiðar af grænu petói hrært saman við, sletta af hvítlauksolíu og piprað með five pepper blend eftir smekk.
Því næst er pastanu skellt inn í ísskáp og kælt.
Meðan pastað er að kólna, þá er gott að rista furuhneturnar á pönnu, þar til þær verða gylltar.
Ég notaði næstum hálfan poka, því þær eru svo góðar.
Hálf stór rauð paprika er skorin í bita, ásamt gúrku og konfekttómötunum. Þegar pastað er orðið vel kælt, þá er öllu grænmetinu og furuhnetunum bætt við og að lokum spínati og/eða káli og öllu hrært vel saman. Gott er að bæta smá parmesan yfir þegar pastað er komið á disk, og aðeins meira pestó.

Þeir sem kjósa að fá sér brauð með þá er gott að taka heilsusamlegt brauð, smyrja með smá rjómaost, hvítlaukssalt og ost og skella í grill.

Verði ykkur að góðu!


mánudagur, 12. janúar 2015

Fresh fruit boozt og powerbar



þá er 2015 gengið í garð og mörg heimili komin aftur í fasta rútínu...

Skóli og vinna tekin við eftir ágætis hátíðarfrí, og eflaust margir farnir að huga að því að taka heilsuna í gegn eftir jólasukkið, ekki satt?

Á mínu heimili er boozt vélin farin í gang aftur og heimagerðar orkustangir in the making...
nú skal heilsan tekin í gegn og mataræðið með því að sjálfsögðu.

íslensk heimili er með einstaklega ljúffenga uppskrift af boozt og orkustöngum, sem er auðvelt að grípa með sér í vinnuna eða skólann, eða sem millimál.


 Fresh fruit Boozt

ein lúka af frosnum ananasbitum
ein lúka frosnum eplabitum
hálft passionfruit (ástaraldinn)
skvetta af goji berry safa
smá vatn
klaki (ef vill)


Aðferð

þessu er öllu hrært vel saman í blandara..
og útkoman er einstaklega ljúffengt boozt, stútfullt af vítamínum,
og hann bragðast alveg einsog nammi...


Powerbar

1 bolli lífrænt hnetusmjör
2/3 bolli hunang
1/2 bolli brædd kókosolía
2 bollar tröllahafrar frá sollu
2 bollar af heslihnetum, salthnetum, möndlum og kókos (eða þín eigin blanda, má einnig nota þurrkaða ávexti og fræ)
1 plata dökkt súkkulaði 


Aðferð

Blandið saman hnetusmjöri, kókosolíu og hunangsolíu í potti og bræðið saman.
Slökkvið undir og hellið höfrunum útí og 2 bollum af ykkar blöndu.
hrærið vel og hellið síðan blöndunni í form, gott er að setja bökunarpappír fyrst, svo það sé auðveldara að ná því úr.
Setjið saxaðað súkkulaðið yfir og meiri kókos ef þið viljið...
setjið formið í kæli í u.þ.b tvo tíma, skerið síðan í bita og njótið.
Gott er að geyma í frysti eða kælinum.