mánudagur, 12. janúar 2015

Fresh fruit boozt og powerbar



þá er 2015 gengið í garð og mörg heimili komin aftur í fasta rútínu...

Skóli og vinna tekin við eftir ágætis hátíðarfrí, og eflaust margir farnir að huga að því að taka heilsuna í gegn eftir jólasukkið, ekki satt?

Á mínu heimili er boozt vélin farin í gang aftur og heimagerðar orkustangir in the making...
nú skal heilsan tekin í gegn og mataræðið með því að sjálfsögðu.

íslensk heimili er með einstaklega ljúffenga uppskrift af boozt og orkustöngum, sem er auðvelt að grípa með sér í vinnuna eða skólann, eða sem millimál.


 Fresh fruit Boozt

ein lúka af frosnum ananasbitum
ein lúka frosnum eplabitum
hálft passionfruit (ástaraldinn)
skvetta af goji berry safa
smá vatn
klaki (ef vill)


Aðferð

þessu er öllu hrært vel saman í blandara..
og útkoman er einstaklega ljúffengt boozt, stútfullt af vítamínum,
og hann bragðast alveg einsog nammi...


Powerbar

1 bolli lífrænt hnetusmjör
2/3 bolli hunang
1/2 bolli brædd kókosolía
2 bollar tröllahafrar frá sollu
2 bollar af heslihnetum, salthnetum, möndlum og kókos (eða þín eigin blanda, má einnig nota þurrkaða ávexti og fræ)
1 plata dökkt súkkulaði 


Aðferð

Blandið saman hnetusmjöri, kókosolíu og hunangsolíu í potti og bræðið saman.
Slökkvið undir og hellið höfrunum útí og 2 bollum af ykkar blöndu.
hrærið vel og hellið síðan blöndunni í form, gott er að setja bökunarpappír fyrst, svo það sé auðveldara að ná því úr.
Setjið saxaðað súkkulaðið yfir og meiri kókos ef þið viljið...
setjið formið í kæli í u.þ.b tvo tíma, skerið síðan í bita og njótið.
Gott er að geyma í frysti eða kælinum.