laugardagur, 5. júlí 2014

Yndislegt aloea vera lavender líkamskrem


í dag ætla ég að sýna ykkur gott heimatilbúið líkamskrem.
Öll heimili þurfa að eiga gott krem sem allir á heimilinu geta notað.
í kreminu er notuð Aloea vera jurtin sem er einstkalega græðandi og góð fyrir allar húðtegurndir, hún er einnig einstaklega góð við sólbruna....  
ekki það að þörf sé á því hjá okkur íslendingum, nema þið séuð stödd á sólarströnd :)


En engu að síður langar mig að deila þessu dásamlega kremi með ykkur.
því jú alltaf gott að eiga gott krem, hvað þá ef það er ferskt og nýtt og ilmar unaðslega :)

það sem þið þurfið er

3 matskeiðar af ykkar eigin líkamskremi
3 matskeiðar shea butter 
2 matskeiðar aloea vera gel eða úr plöntunni
4 teskeiðar ólífu olía
1 lavender blóm (gott að láta þau liggja aðeins í kókosolíu)





Blandið öllu vel saman í fallega krukku...




Setjið lokið á og geymið í kæli..
kremið gæti líka verið falleg vinkonugjöf.
Skellið bara borða og smá skrauti á krukkuna :)

Njótið ...






Engin ummæli: