mánudagur, 20. október 2014

Sjúklega góður kjúklingaréttur



Hver kannast ekki við það að spá í því hvað á að hafa í kvöldmatinn...
þessi spurning kemur svo oft fyrir, og maður lendir oftast í að hafa sama matinn aftur og aftur..
það er svo sniðugt að leita af uppskriftum á netinu, það eru jú mörg matarblogg í gangi,
 bæði erlendar og íslenskar síður.


 gott er að plana sirka viku fram í tímann hvað á að elda, ekki allir sem nenna því en afskaplega sniðug og þægileg lausn.
Þá losnaru a.m.k við þessa mest þreytandi spurningu, hvað er í matinn?

Ég reyni oft að hafa eitthvað létt einn daginn og svo meiri mat hinn daginn, eða eitthvað sem krefst meiri eldamennsku, síðan er gott að skipta hráefninu svolítið upp..
svo við fáum ekki fljótt leið.

Í dag ætla ég að deila með ykkur Sjúklega góðum kjúklingarétt sem ég prófaði um daginn, bragðið kom mér virkilega á óvart.

Ef þú elskar pasta og ítalskan mat þá er þessi uppskrift fyrir þig!

fyrir 4-6 manns



Innihald

3 stór hvítlauksrif
litla krukku af sólþurrkuðum tómötum
Nokkra sveppi (eftir smekk)
 2 kjúklingabringur 
salt
smá papriku krydd
1 bolla matreiðslurjóma
1 bolla mozarellaost (1 pakki)
góð lúka af pasta gott að nota tagliatelle eða penne pasta
1 matskeið þurrkað basil, einnig gott að nota ferskt.
rauður pipar
smá soðið vatn af pastanu.


Aðferð

Byrjið á að taka 2 matskeiðar af olíu úr krukkunni af Sólþurrkuðu tómötunum
 og hellið á pönnuna.
Takið þrjú hvítlauksrif,saxið og skellið á pönnuna.
að lokum veiðið tómatan uppúr krukkunni, gott að taka sem mesta olíu af þeim og steikið með hvítlauknum í u.þ.b 2 min, eða þar til hvítlaukurinn er farinn að ilma.

Takið tómatana af pönnunni og setjið kjúklinginn á, gott er að skera hann í bita fyrst.
Kryddið með salti og örlitlu paprikukryddi.
Steikið kjúklinginn vel á báðum hliðum.

Því næst er gott að byrja að sjóða pastað.
Þegar pastað er tilbúið, takið smá vatn frá í skál, og látið síðan kalt vatn renna á pastað.

Næst saxið sólþurrkuðu tómatan í bita, sveppina og mozarella ostinn.
setjið allt á pönnuna með kjúklingnum, hellið síðan matreiðslurjómanum yfir og látið malla.
Ef sósan er of þykk hellið þá smá vatni frá pastanu á pönnuna.
Síðan er bara að krydda eftir smekk, gott er að nota matskeið af þurrkuðu basil, en örlítið meira af því ef það er ferskt.
Setjið örlítið meira salt og rauðan pipar(ég notaði five pepper blend)

Látið malla í örlitla stund, til að kryddin fái að blandast vel saman.
Gott er að hafa baguette brauð með, og parmesan ost.

Þessi réttur er fljótlegur, mjög saðsamur og ljúffengur á bragðið.

Verði ykkur að góðu!






Engin ummæli: