sunnudagur, 30. nóvember 2014

Nordic design í Norður sjálandi





Innlit í fallegt hús í Norður sjálandi.


í Norður sjálandi búa hjónin Helle Tuborgh og Torberg Nielsen, þau urðu ástfangin af húsinu fyrir fjórum árum síðan, og hafa komið sér einstaklega vel fyrir. Húsið er staðsett nálægt ströndinni, þannig að frá næstum öllum herbergjunum í húsinu má sjá sjóinn.
Þeim finnst alltaf tilvalið að byrja að skreyta húsið fyrstu helgina fyrir aðventu, og byrja á að setja útiseríu utaná húsið, því þeim finnst svo notalegt hvernig það lýsir upp húsið.
Svo finna þau köngla, mosa, epli og fleira í náttúrnni og fara með það inn og nota í skreytingar.
Og auðvitað fer öll fjölskyldan saman og heggur tré í skóginum, sem er síðan fallega skreytt.


Jólaálfarnir eru frá Maileg,  Luktin kemur frá frakklandi og hornin hornvarefabrikken.


 Húsið er afar smekklega innréttað, og öll smáatriði vel úthugsuð. rúmteppi og koddar koma frá city north og eru seld hjá cahetu.com.


 Helle er dugleg að baka fyrir jólin, og svo býr hún til sinn eigin aðventukrans, mosann sótti hún úti í náttúrunni og litli fuglinn kemur frá illums bolighus. einstaklega smart aðventuskreyting.


Hlýleg og falleg stofan, sófaborðið er einstaklega smart og viðargólfið. 

Fjölskyldan hefur það huggulegt um jólin, sefur út og er á náttfötunum þar til lyktin af öndinni leikur um húsið, þá fer fjölskyldan í sitt fínasta dress, fer í kirkjuna og kemur síðan heim og nýtur jólanna.

laugardagur, 29. nóvember 2014

10 flottar Aðventu skreytingar



Núna fer aðventan að detta í garð og desember mánuður tekur á móti okkur í næstu viku.
Vonandi verðum við svo heppin að fá smá jólasnjó.
verð að viðurkenna að ég dett ekki í jólaskap fyrr en jólasnjórinn kemur og 
svo er algjört möst að kúra uppí sófa með jólamynd í tækinu.

Við skulum skoða nokkrar hugmyndir af aðventu skreytingum, það sem er svo gaman
við að gera aðventu skreytingu er að í dag eru þetta ekki þessir hefbundnu kransar, margir farnir að útbúa þá bara á sinn hátt...
t.d með því að mála tölustafina 1,2,3,4 á háar fallegar flöskur og setja kerti í þær.
eða nota gamla blómapotta sem sitja á hillu í geymslunni. skreyta þá aðeins og þá er komin þessi fallega aðventuskreyting.

Við skulum skoða nokkrar skemmtilegar hugmyndir...
svo er bara um að gera að skella í eina skreytingu.
Gleðilega aðventu...












miðvikudagur, 19. nóvember 2014

Uppskrift - Lasagna súpa


  • Mig langaði til að deila með ykkur uppskrift af mjög einfaldri og góðri lasagna súpu.
  • Öll ættum við að þekkja gamla góða lasagnað en hvernig væri að breyta svolítið til og gera lasagna súpu, hún er létt í maga en mjög matarmikil.
  • Tekur u.þ.b klukkutíma að matreiða og hægt er að borða hana daginn eftir.

  • Þessi uppskrift er fyrir 8 manns en alltaf hægt að minnka hlutföllin.

  • 1 pakki af hakki u.þ.b 1 kg
  • 1/2 bolli skorinn gulur laukur
  • ein græn eða rauð paprika skorinn í bita
  • 4 hvítlauksrif söxuð smátt
  • 4 bollar vatn
  •  1 - 2 klar bouilion kraft 
  • 1 dós saxaðir tómatar
  • 1 dós tómatar sósa (gott að nota hunts four cheese sósu)
  • 1 matskeið ítölsk kryddblanda
  • 1 teskeið salt
  • 1/4 teskeið svartur pipar
  • 1 teskeið hvítlaukssalt
  • 1/4 teskeið mulinn rauður pipar eða chilli flakes
  • 1 teskeið þurrkaður basil
  • 8 lasagna plötur brotnat niður í stærðir á við munnbita
  • 3/4 bolli  rifinn parmesan ostur
  • 1 1/2 bolli  skorinn mozarella ostur
  • (alltaf hægt að bæta við kryddi, misjafnt eftir smekk hvers og eins)
Aðferð
  1. Takið stóran pott og steikið kjötið, laukinn, paprikuna og hvítlaukinn. bætið síðan tómötunum og tómat sósunni (t.d hunts four cheese mjög góð í lasagna)vatn, kraft og kryddinu,  fáið suðuna upp og látið sjóða í u.þ.b 2 min, lækkið síðan hitann og látið malla í u.þ.b 30 min. Gott er að hræra vel í pottinum, svo súpan brenni ekki við botninn.
  2. Bætið lasagna bitunum ofaní súpuna og látið malla í 15 min.
  3. Núna ætti súpan að vera tilbúin, bætið parmesan osti við setjið í skálar og setjið ferskan mozarella ost ofaná súpuna. Gott er að bera fram með súdeigsbrauði eða hvítlauksbrauði. Verði ykkur að góðu.

laugardagur, 1. nóvember 2014

Heitasta trendið



Heitasta trendið þessa dagana eru svona hangandi stólar.
Þeir eru ótrúlega smart og lífga verulega uppá stofuna.
Þeir koma í ýmsum útfærslum en íslensk heimili er hrifnast af þeim úr basti,
brúnir,svartir og hvítir með kósý púðum, eða gæru.

Það væri ekki amalegt að slaka á í svona stól eftir annasaman dag.
Kíkjum á nokkrar úrfærslur.