mánudagur, 7. júlí 2014

Pop of green


Smá litur lífgar uppá öll heimili...
en oft getur verið erfitt að finna lit sem fellur í kramið.

Grænn er litur náttúrunnar, hann táknar einnig sjálfsvirðingu, velferð, og jafnvægi.
Ef þú veist ekki hvaða lit þú átt að nota á heimilinu notaðu þá grænan, þú getur ekki klikkað með græna litinn...


Ef þúátt gamlan skáp sem þig langar að lífga uppá, þá er tilvalið að gera tilraun með grænni málningu.
Fyrir matta gamaldags áferð, þá mæli ég með að nota kalkmálningu. Það er gott að vinna með hana og áferðin er mjög flott.


Ef að þú vilt ekki vera mjög bold og mála húsgögnin í grænu, þá er tilvalið að kíkja við í blómabúð og fá sér nokkrar grænar plöntur og kaupa einnig nokkra græna púða.  það þarf ekki að vera mjög kostnðarsamt að bæta smá lit inná heimilið.


Græni liturin er mjög róandi og gott að hafa hann í svefnherberginu, einnig er gott að hafa hann í vinnuherbergi því hann er talinn minnka stress.


Einfalt en sjáið hvað græni liturinn gerir mikið.


Hérna kemur hann einstaklega vel út, búið að teppaleggja tröppurnar.


Hlutlausir og fallegir litir á húsgögnum og veggjum.
kremað,grábrúnt,gyllt og grænar gardínur.
þessi litasamsetning er einstaklega smart.

Þessar gömlu kommóður hef ég séð mikið í góða hirðinum og fleiri nytjamörkuðum.
Oft eru þær orðnar ansi lúnar, því er tilvalið að prófa sig áfram með græna litinn á þeim.
mér finnst þessi svakalega flott.


Bjart og fallegt eldhús með smá pop of green.
já það þarf lítið til, ljósið er mjög smart, og passar vel í rýmið.


Falleg litasamsetning...


Ef að þú vilt vera svolítið öðruvísi, þá er um að gera að fá sér grænt eldhúsborð.


Já eða græna stóla....




Græni liturinn er afskaplega fallegur og kemur í mismunandi tónum.
Ert þú með grænan lit á þínu heimili?
ég vil endilega heyra frá þér...








Engin ummæli: