miðvikudagur, 20. maí 2015

Hrátt og töff baðherbergi

Þegar baðherbergið er innréttað þá finnst mér langfallegast að hafa það frekar hlutlaust, þ.e.a.s ekki ofgera hlutunum. Náttúrulegir fallegir hlutir, kertaljós og ein planta setja punktinn yfir i-ið. Gott er að halda skrautmunum í hinum ýmsu litum í lágmarki (helst sleppa þeim), það getur truflað augað þegar komið er inn á baðherbergið. Við viljum getað slakað á í baðkarinu í þægilegu umhverfi ekki satt?

Það sem er best að einblína vel á er gólfefni, innréttingar og litaval. Hverskonar stíll er það sem þú fílar? Persónulega finnst mér frekar hrátt og töff baðherbergi aðalmálið í dag, steypa, hrár viður og einfaldleiki. En auðvitað verður að toppa baðherbergið með smá hlýleika sem er einfalt að ná fram með plöntu, kertum og fleiri hlutum.
En við skulum líta á nokkrar fallegar myndir til að fá innblástur.
Steypa kringum baðkarið og hrár viðurinn spilar vel saman.


Einfalt og smart...


Náttúruleg efni einsog bastkörfur, fallegt handklæði og greinar úr náttúrunni í vasa...
setja punktinn yfir i-ið


Það er mikið úrval til af fallegum flísum. Þessar gráu eru mjög smart.
og sjáið þið litla borðið sem er fest á vegginn, ekki mikið mál að útbúa.


Einfalt en hlýlegt, hér sjáið þið vel hvað val á gólfefni og veggjum skipta miklu máli. 
og hvað grófur viðurinn í rammanum, kollinum og stiganum gera baðherbergið hrátt og töff en jafnframt hlýlegt. Gráir og brúnir tónar eru afar skemmtilegir saman.


Það er afar huggulegt að raða þínum uppáhaldsvörum á fallegan bakka á baðherberginu, og ekki skemmir fyrir ef umbúðirnar eru jafn fallegar og þessar.




Vonandi höfðuð þið gaman af að líta á hugmyndir fyrir baðherbergið og munið að 

less is more...

Engin ummæli: