miðvikudagur, 19. nóvember 2014

Uppskrift - Lasagna súpa


  • Mig langaði til að deila með ykkur uppskrift af mjög einfaldri og góðri lasagna súpu.
  • Öll ættum við að þekkja gamla góða lasagnað en hvernig væri að breyta svolítið til og gera lasagna súpu, hún er létt í maga en mjög matarmikil.
  • Tekur u.þ.b klukkutíma að matreiða og hægt er að borða hana daginn eftir.

  • Þessi uppskrift er fyrir 8 manns en alltaf hægt að minnka hlutföllin.

  • 1 pakki af hakki u.þ.b 1 kg
  • 1/2 bolli skorinn gulur laukur
  • ein græn eða rauð paprika skorinn í bita
  • 4 hvítlauksrif söxuð smátt
  • 4 bollar vatn
  •  1 - 2 klar bouilion kraft 
  • 1 dós saxaðir tómatar
  • 1 dós tómatar sósa (gott að nota hunts four cheese sósu)
  • 1 matskeið ítölsk kryddblanda
  • 1 teskeið salt
  • 1/4 teskeið svartur pipar
  • 1 teskeið hvítlaukssalt
  • 1/4 teskeið mulinn rauður pipar eða chilli flakes
  • 1 teskeið þurrkaður basil
  • 8 lasagna plötur brotnat niður í stærðir á við munnbita
  • 3/4 bolli  rifinn parmesan ostur
  • 1 1/2 bolli  skorinn mozarella ostur
  • (alltaf hægt að bæta við kryddi, misjafnt eftir smekk hvers og eins)
Aðferð
  1. Takið stóran pott og steikið kjötið, laukinn, paprikuna og hvítlaukinn. bætið síðan tómötunum og tómat sósunni (t.d hunts four cheese mjög góð í lasagna)vatn, kraft og kryddinu,  fáið suðuna upp og látið sjóða í u.þ.b 2 min, lækkið síðan hitann og látið malla í u.þ.b 30 min. Gott er að hræra vel í pottinum, svo súpan brenni ekki við botninn.
  2. Bætið lasagna bitunum ofaní súpuna og látið malla í 15 min.
  3. Núna ætti súpan að vera tilbúin, bætið parmesan osti við setjið í skálar og setjið ferskan mozarella ost ofaná súpuna. Gott er að bera fram með súdeigsbrauði eða hvítlauksbrauði. Verði ykkur að góðu.

Engin ummæli: