sunnudagur, 30. nóvember 2014

Nordic design í Norður sjálandi





Innlit í fallegt hús í Norður sjálandi.


í Norður sjálandi búa hjónin Helle Tuborgh og Torberg Nielsen, þau urðu ástfangin af húsinu fyrir fjórum árum síðan, og hafa komið sér einstaklega vel fyrir. Húsið er staðsett nálægt ströndinni, þannig að frá næstum öllum herbergjunum í húsinu má sjá sjóinn.
Þeim finnst alltaf tilvalið að byrja að skreyta húsið fyrstu helgina fyrir aðventu, og byrja á að setja útiseríu utaná húsið, því þeim finnst svo notalegt hvernig það lýsir upp húsið.
Svo finna þau köngla, mosa, epli og fleira í náttúrnni og fara með það inn og nota í skreytingar.
Og auðvitað fer öll fjölskyldan saman og heggur tré í skóginum, sem er síðan fallega skreytt.


Jólaálfarnir eru frá Maileg,  Luktin kemur frá frakklandi og hornin hornvarefabrikken.


 Húsið er afar smekklega innréttað, og öll smáatriði vel úthugsuð. rúmteppi og koddar koma frá city north og eru seld hjá cahetu.com.


 Helle er dugleg að baka fyrir jólin, og svo býr hún til sinn eigin aðventukrans, mosann sótti hún úti í náttúrunni og litli fuglinn kemur frá illums bolighus. einstaklega smart aðventuskreyting.


Hlýleg og falleg stofan, sófaborðið er einstaklega smart og viðargólfið. 

Fjölskyldan hefur það huggulegt um jólin, sefur út og er á náttfötunum þar til lyktin af öndinni leikur um húsið, þá fer fjölskyldan í sitt fínasta dress, fer í kirkjuna og kemur síðan heim og nýtur jólanna.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flott blogg hjá þér :)
Langaði samt að benda þér á að þú getur aldrei höfundarréttar á þeim myndum sem þú tekur á netinu :)

Bæði er það ólöglegt að sleppa því og mér finnst það minnka fagmennskuna hjá þér :) Þar sem þú ert góður penni og skrifar um áhugaverða hluti

Bara smá ábending

Unknown sagði...

takk kærlega fyrr ábendibguna hef það í huga.