miðvikudagur, 8. október 2014

Heimilið og slökun


Það kemur oft sá tími í líf okkar að við höfum alveg ofbðslega mikið fyrir stafni, ætlum okkur svo mikið og erum á þeyting út og suður að sinna öllum nema okkur sjálfum.
Það er svo mikilvægt að geta sest niður í ró og næði í þægilegu umhverfi og tæmt hugann.
Það er ekki alltaf sem að við viljum endilega fara á líkamsræktarstöðvarnar eða þar sem mikið af fólki er, oft er gott að vera ein með sjálfum okkur án áreitis frá umhverfinu.

Það er hægt að útbúa lítið horn eða herbergi heima við, þar sem er eingöngu ætlað til slökunar og hugleiðslu, þeir sem hafa gaman af yoga þá er alveg tilvalið að hafa yoga dýnuna á staðnum.

En hvað þarf að huga að þegar slökunar aðstöðunni er komið upp.
Við skulum skoða nokkur góð ráð.


Gott er að hafa eitthvað til staðar fyrir skynfærin 5 
lykt, sjón, bragð, hljóð, snerting og eitthvað frá náttúrunni.

fyrir lyktarskynið myndi ég velja lavender ilmkerti frá loccitane, en sandalwood og jasmine hefur líka róandi áhrif.

Fyrir sjón þá er tilvalið að hafa búdda styttu eða mynd af lótus blómi í herberginu.

fyrir bragð þá velja margir gott te.

Fyrir hljóð er gott að finna róandi tónlist, hana er hægt að finna meðal annars á youtube, slærð einfaldlega inn meditation music, eða róandi tónlist að eigin vali.

Fyrir snertingu, þá velja margir að hafa hálsmen sem mikið er notað við hugleiðslu...
en þau kallast mala beads.
Hér er að finna meira um þau:
http://www.shareyoga.com/meditation/mala-beads-meanings-significance-and-uses/

Gott er að hafa eitthvað tengt náttúrunni inni, t.d fallega grein, blóm eða eitthvað álíka.


Svo skiptir öllu máli að skapa sér umhverfi sem þér líður vel í.
Persónulega myndi ég velja ljósa fallega liti, nokkra púða 
og síðan finnst mér svona himnasæng alveg dásamleg.



Hægt er að hafa þægilegt sæti með mjúkum pullum, eða bara sitja á góðri dýnu,
njóta þess að slaka á láta þreytuna líða úr þér og tæma hugann.

Hver og einn getur fundið sýna aðferð við slökunina, til eru ýmsar ráðleggingar á netinu í bókum og einnig eru til góðir slökunardiskar sem fást meðal annars í betra líf á 3. hæð kringlunnar.

Slökum á og njótum lífsins.


Engin ummæli: