laugardagur, 25. október 2014

Yndislegur epladesert með lakkrís



Fann þennan yndislega epladesert með lakkrís fyrir fáeinum dögum.
þessi er alveg tilvalin í matarboðið, en þessi uppskrift er fyrir fjóra.
Held bara að þessi eigi eftir að slá í gegn....
Verði ykkur að góðu!



Uppskrift fyrir fjóra


 Lakkrís marengs stangir (sirka 35 stykki )
 40 g eggjahvíta
 85 g flórsykur
Johan Bülow Raw Liquorice Powder (fæst í Epal)

Lakkrískrem
150 g mascarpone
30 g Flórsykur
1-1,5 matsk Johan Bülow Salty Liquorice Syrup (fæst í epal)
2,5 dl rjómi

Eplablandan
600 g epli
2 matsk. vatn


Aðferð

Lakkrís stangirnar

Eggjahvíturnar hrærðar þangað til stífar, Flórsykrinum síðan bætt smátt og smátt útí. Hrærið í u.þ.b 5 min. Setjið marengsinn í sprautupoka með 6 mm mjóum stút.  og sprautið á bökunarplötu í 14 cm lengjur, stráið síðan lakkrís powder yfir. Bakið við 90 gráður í klukkutíma á neðstu hillunni, þegar þær eru tilbúnar látið þá kólna á bökunarplötunni. Geymið þær í góðu boxi.

Eplablandan

Skrælið eplin og skerið í litla teninga, skelli þeim á pönnu og bætið vatninu við.
Látið malla í 15 min við meðalháan hita. blandan á ekki að vera alveg silkimjúk, heldur með smá bitum...

lakkrískremið

Þeytið mascarpone, flórsykri og lakkrís sírópinu saman. því næst þeytið rjómann, hellið honum síðan við mascarpone blönduna, og hrærið létt.


Berið desertinn fram í háum glösum, hellið smá eplablöndu í glasið, því næst lakkrískreminu, aftur eplablöndu og ljúkið með öðru lagi af lakkrískremi.
Myljið nokkrar lakkrísstangir og stráið ofaná ...
og bætið nokkrum heilum lakkrís stöngum í glasið.

Þá er kominn yndislegur epladesert með lakkrís.
Algjört nammi....












1 ummæli:

Agnes sys sagði...

Nammi hljómar vel