fimmtudagur, 11. september 2014

Innlit á Tríó í miðbæ Reykjavíkur


Ég rölti inn á Tríó um daginn og fékk að smella nokkrum myndum þar inni.
Hönnunin er alveg dásamleg og svaðalega smekkleg, þegar ég kom þarna inn, þá heilaðist ég gjörsamlega af staðnum.

Mjúkir fallegir litir og blái tónninn í gólflísunum og málningunni.
ólík efni og notalegt andrúmsloft.
Ég hef ekki náð tali af innanhús arkitektunum sem ég var að vonast eftir.
En mun hafa framhald af þessu bloggi ef tekst að ná á þá.

Leyfum myndunum að njóta sín.

Flottir básarnir og litasamsetningin skemmtileg.
Takið eftir flísunum og viðargólfinu.

 Nærmynd af flísunum, þær koma víða við á staðnum.
Eins og sjá má á næstu myndum.






 Blái liturinn er mjög róandi og væri gaman að vita hvaðan hann er.

 blái liturinn fær líka að njóta sín á stólsessunum. 

 Væri ekki amalegt að hafa einn svona í stofunni.
Gærur geta lífgað uppá hvaða stól sem er.

 Stórir skápar með rennihurðum eru á öllum veggnum fyrir ofan barinn og alveg út við gluggann.
Mjög flott hugmynd.

Falleg birta læðist inn um stóru gluggana á Tríó.

Hér sjáum við flísarnar aftur, á háum borðum á móti barnum.

Nóg af sætaplássi og staðnum.
Skemmtileg lausn að skreytingu fyrir stóran vegg.
herðatré með gömlum bókum...





Vonandi höfðuð þið gaman af að skoða myndirnar, reyni að gera meira af þessu á næstunni.
Eigið góðan dag.


Engin ummæli: