fimmtudagur, 11. september 2014

Fimmtudags inspiration



Það er mjög gaman að vafra um netið og kíkja í tímaritin til að fá smá inspiration.
þegar það fer að kólna úti og rökkva þá fær það mann oft til að vilja gera heimilið örlítið hlýlegra, 
kaupa ef til vill hlý og falleg teppi, mottu á gólfið eða fallega lukt.

Brúnir og náttúrulegir tónar eiga vel við í haust, og ekki vera hrædd við að blanda saman 
mismunandi efni. Á myndinni hér fyrir neðan sjáið þið meðal annars grófan stóran sðegil úr járni, rekaviður svo sést glitta í leðurstóli fyrir neðan. Þessi samsetning er mjög hlýleg, þó að efnin séu ólík.

Fallegt og hlýlegt...


 Fallegar mottur í náttúrulegum litum og leðurpulla..
skemmtileg munstur gefa herberginu karakter.


hér er búið að klæða vegginn með timbri, og vaskurinn er steyptur.
Töff og svolítið öðruvísi en einstaklega smart.

kopar  og gylltir kertastjakar með gráu og hráum við.
Svo gerir pallíettu púðinn smá glam fíling.
Flott að nota andstæður saman, það gefur heildarútlitinu flottan svip.

Marmara borð eru alveg inn í dag og svo eru þessar tréskálar alveg yndislegar.


Um að gera að leika sér svolítið með mismunandi efni og ekki vera hrædd að blanda saman.
Skemmtið ykkur vel að gera heimilið örlítið hlýlegra fyrir haustið.
kveikið á góðum ilm og hjúfrið ykkur undir kósý teppi.

Njótum komu haustsins !

Engin ummæli: