mánudagur, 11. ágúst 2014

Fegrum heimilið



í fyrri pistli talaði ég um græna litinn og hversu fallegt er að nota hann á heimilinu, bara ein kommóða í fallega grænum tón eða gardínur, það er ótrúlegt hvað hin minnstu smáatriði á heimilinu gera mikið.
Ég heillast mikið af frekar hráum stíl en í bland við hlýleika, perfect balance.

Líka það að blanda saman minsmunandi hlutum t.d shabby chic hvítu með hráu og kuldalegu.
fallegir hlýlegir púðar og teppi á svarta stílhreina sófann.
Síðan er alltaf gott að bæta smá lit í herbergið líka.

Undanfarið hef ég orðið fyrir svolitum marokóskum áhrifum, 
skoðum nokkrar myndir...


Smart luktir í mildum litum...  svipaðar sá ég í indisku um daginn.


Þessar sá ég líka, bara í mismunandi útfærslum.
Einstaklega smart og gerir mikið fyrir lítið rými.

Svo einfalt...

Skemmtileg stemming hérna, hefði mátt vera fallegur sófi og smá litur... en gólfið og stemmingin er skemmtileg.

æðislegt borð hef séð það í dökkbrúnu með gylltum bakka... en þetta er gordjöss.
Smá málning getur gert kraftaverk.







Ég er hrifnust af marrokóskum stíl í hvítu og silfur en teppi, handklæði og flísar í lit með hvítu er falleg samsetning.


Flottar bláar og hvítar flísar sem er hægt að nota í hvaða rými sem er..
hef séð þær á baðherbergis veggnum fyrir ofan vaskinn t.d


Langar svaðalega í svona gólf...


mjög töff..


Eins og þið sjáið þá er hægt að leika sér svolítið með ákveðið þema...
blanda saman mismunandi stílum og gera herbergið að þínu...
Það þarf ekki allt að vera í shabby chic hvítu, eða allt modern og hrátt...


Þangað til næst...

Engin ummæli: