sunnudagur, 9. ágúst 2015

Sunnudags innblástur


íslensk heimili hefur ekki verið sérlega duglegt að blogga undanfarið, það er kannski skiljanlegt svona yfir sumartímann. Fólk er yfirleitt í sumarfríum og liggur kannski ekki mikið yfir netinu.
En þegar sumarið er að fara að taka enda haustgolan tekur við og hægt verður að kveikja á kertum heima við og hrjúfra sig undir teppi þá er bara um að gera að lesa gott blogg og fá innblástur fyrir heimilið.

Ég týndi saman nokkrar fallegar myndir af netinu og eru þær af instagram síðum frá asafoton og mariasvitabo.

Lítum á nokkrar myndir...


Grái liturinn er að heilla íslensk heimili voðalega mikið þessa dagana, og þessi matti fallegi grái litur á stólnum er alveg himneskur. hægt er að nota hann undir tímarit, fallegt blóm og kertaljós við hlið rúmsins eða í tómlegu horni á ganginum. Svona stóla er oft að finna á nytjamörkuðum og minnsta málið að spreyja einn slíkan.

 Litirnir í þessu rými kölluðu til mín. Blanda af brúnum, svörtum, hvítum og bláum. Það er oft mjög gott að nota andstæður í rými til að skapa dýpt og gefa því karakter. Einnig er flott að nota mismunandi efni einsog málm, við, plönur og textíl til að fá jafnvægi.

 Rifblaðka eða monstera plantan er voða mikið tískutrend þessa dagana og margar konur sem leita af henni í öllum helstu blómabúðum landsins. Hún er mjög falleg á gólfi í bastkörfu, stundum er gott að hugsa út fyrir rammann, það þarf ekki alltaf að nota hefðbundna blómapotta.

 Fyrr í sumar var ég stödd í Danmörku og rakst á svona súkkulaðiblóm, ilmurinn er dásamlegur og blómin eru brún og stór. Gráir stórir pottar heilla mikið og skemmtilegt að hafa lítið blóm í stórum potti.

Þessi mynd er frá asafoton, sem á afar fallegt heimili. Spegillinn er bara smart og kemur vel út á gólfinu, bastkarfan undir púða og teppi er góð lausn því oft vill það lenda á gólfinu þegar það er ekki í notkun. Lampinn er frá Tine k og svo gera plöntur í töff pottum alltaf punktinn yfir i-ið, og ef þið eruð að spá hvaðan myndin ofaná borðinu er þá er hún frá love warrior.

 hvít gólf, svört antik kamína, smart veggur og sítrónutré.... hvað er ekki að elska hér. þessi mynd er yndisleg.



       Ég vona að þið hafið fengið nógan innblástur af þessum dásamlegu myndum frá hæfileikaríkum konum á instagram. Njótið þessa sunnudagskvölds og sjáumst síðar.




Engin ummæli: